• hellisgata1

ISLYKILL og rafræn skilríki til að komast á orlofsvefinn.

Frá og með 4.janúar 2018 þurfa félagsmenn Starfsmannafélags Hafnarfjarðar að nota Íslykil eða rafræn skilríki til að komast inná orlofsvefinn.
 

Veiðikortið 2018

Veiðikortið 2018 er komið í sölu á skrifstofu STH. 
Veiðikortið er stílað á einn einstakling og þurfa korthafar að merkja kortið með kennitölu sinni í þar til gerðan reit. Veiðikortið  2018 gildir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en 14 ára í fylgd með korthafa  
Veiðikortið kostar kr. 5000  fyrir félagsmenn STH.
Nánari upplýsingar um vatnasvæði og reglur á heimasíðu Veiðikortsins www.veidikortid.is  
 

STH er flutt í nýtt húsnæði á Helluhrauni 14

Starfsmannafélag Hafnarfjarðar hefur flutt starfsemi sína á Helluhraun 14 og er unnið að því næstu daga að koma félagsaðstöðu og skrifstofu fyrir á nýja staðnum. Við tökum langþráðu  rýmra húsnæði og bættu aðgengi fyrir félagsmenn fagnandi en starfsemi félagsins var í gamla húsinu að Hellisgötu frá árinu 1982.   

Aðalfundur STH 2017

Aðalfundur Starfsmannafélags Hafnarfjarðar verður haldinn þriðjudaginn 21. nóvember  kl. 19:30 í nýju félagshúsnæði STH að Helluhrauni 14, Hafnarfirði.

 

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf

Önnur mál

 

Félagsmenn fjölmennið!

 

Stjórn Starfsmannafélags Hafnarfjarðar

Skrifstofa STH lokuð 9.og 10. nóvember

Skrifstofa STH er lokuð fimmtudaginn 9. og 10.nóvember vegna Landsfundar bæjarstarfsmannafélaga.

Tvennukort hjá Olís og ÓB

tvennukort Sérkjör  Starfsmannafélags Hafnarfjarðar.

lesa meira