• hellisgata1

Forsíðufréttir

NÁMSKEIÐ UM LÍFEYRISMÁL VIÐ STARFSLOK HJÁ BRÚ LÍFEYRISSJÓÐINUM

Brú lífeyrissjóður heldur námskeið um lífeyrisréttindi við starfslok fyrir sjóðfélaga Brúar lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í húsakynnum sjóðsins, Sigtúni 42, Reykjavík, miðvikudaginn 21.febrúar  nk.
Á námskeiðinu verður farið almennt yfir helstu lífeyrisréttindi sjóðfélaga, hvar upplýsingar um réttindi er að finna og spurningum svarað sem brenna á sjóðfélögum um lífeyrismál. 
Brú lífeyrissjóður rekur þrjár ólíkar deildir með mismunandi réttindakerfum og er námskeiðið því skipt upp eftir því. Takmarkaður fjöldi sæta eru í boði á hvert námskeið og nauðsynlegt að sjóðfélagar skrái þátttöku sína. Námskeið fyrir hverja deild tekur u.þ.b. klukkutíma. 
 Næsta námskeið verður haldið miðvikudaginn 21.febrúar nk. 
B deild – Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar – Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar  kl. 16.30
A deild kl. 17.30
V deild kl. 18.30
Næstu námskeið eftir þetta verða:  14. mars og 11. apríl.

Páskar 2018 - Umsóknir

Vorum að opna fyrir umsóknir um páskana í sumarhúsunum okkar. 
Sumarhúsin eru Siggubær í Reykjaskógi, Eyrarhlíð 38 í Munaðarnesi, Amalíuborg í Stykkishólmi og Stekkjarhóll 75 í Munaðarnesi.
Umsóknarfrestur er til 11.febrúar 

Námskeið um lífeyrismál við starfslok hjá BRÚ lífeyrissjóði

Brú lífeyrissjóður heldur námskeið um lífeyrisréttindi við starfslok fyrir sjóðfélaga Brúar lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í húsakynnum sjóðsins, Sigtúni 42, Reykjavík, miðvikudaginn 17. janúar nk.
Á námskeiðinu verður farið almennt yfir helstu lífeyrisréttindi sjóðfélaga, hvar upplýsingar um réttindi er að finna og spurningum svarað sem brenna á sjóðfélögum um lífeyrismál. 
Brú lífeyrissjóður rekur þrjár ólíkar deildir með mismunandi réttindakerfum og er námskeiðið því skipt upp eftir því. Takmarkaður fjöldi sæta eru í boði á hvert námskeið og nauðsynlegt að sjóðfélagar skrái þátttöku sína. Námskeið fyrir hverja deild tekur u.þ.b. klukkutíma. 
 Næsta námskeið verður haldið miðvikudaginn 17. janúar nk. 
B deild – Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar – Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar  kl. 16.30
A deild kl. 17.30
V deild kl. 18.30
Næstu námskeið eftir þetta verða:  21. febrúar, 14. mars og 11. apríl.

HELGAR- OG VIKULEIGA TIL 4.maí 2018

Vorum að opna á helgar- og vikuleigu í sumarhúsunum til 4.maí 2018.
Páskavikan 28.mars – 4.apríl 2018  verður úthlutað sérstaklega og verður það auglýst síðar.
Orlofsvefurinn er opinn allan sólarhringinn. Athugið að frá og með 4.janúar 2018 þarf rafræn skilríki eða Íslykil til að komast inná orlofsvefinn.
Fyrstur bókar og greiðir fyrstur fær.

Spánn opnað fyrir umsóknir

Vorum að opna fyrir umsóknir um orlofshús STH og FOSS á Spáni. Umsóknarfrestur er til og með 21.janúar 2018. Hægt er að sækja um tímabil frá 27. febrúar 2018  til 29. janúar 2019. Um er að ræða tvær vikur í senn og kosta þær kr. 60.000. Ef sótt er um frá 4.janúar þarf að nota Rafræn skilríki eða Íslykil til að komast inná orlofsvefinn. 

More Articles...